Lokaverkefnið snérist um það að búa til eitthvað heildstætt verkefni með því að innvinkla eina af tveimur aðferðum og var það annars vegar að fræsa úr timbri með Shopbot eða fræsa mót úr vaxi með Roland fræsinum. Fyrsta hugmyndin sem kom upp var að gera vatnsmyllu enda hefur það verið draumur eins nemanda lengi að setja einhvers konar myllu ofan í skurðinn heima hjá sér. Aðrar hugmyndir voru einnig viðraðar og var jafnvel pæling að blanda þessu við tölvustýrðan vélbúnað. Ákveðið var að blanda þessu þó ekki saman við þann áfanga þar sem hugmyndavinnan þar var ekki nógu langt komin ásamt því að hóparnir voru ekki þeir sömu. Vatnsmylla í gömlum stíl varð því fyrir valinu.
Hér er mynd af "insperation" af lokaverkefnið sem við ætluðum að gera.
Næst var því að skipulega verkefnið með aðferð verkefnastjórnunar:
Ágætlega gekk að fylgja áættlun en var þó aðalega háð framboði tækja
Fyrst þurfti að kanna hvað til væri af efni. Fyrir valinu urðu stórir kassar sem þurfti að rífa í sundur en efnismagnið í þeim þótti hæfilegt í þetta verkefni. Þegar efnisvalið var komið í ljós var næsta skref að rissa upp á blaði útfærsluna á verkefninu
Næsta verk var að teikna mylluna í fusion til þess að geta fræst hana svo út. Það að teikna mylluna gekk ágætlega en þurfti þó að teikna nokkrar útgáfur af henni þar til að men væru sáttir. Til að byrja með var hjólið teiknað, því svo extrudap til þess að fá eitt annað eins. Næst var að fá spaðana. Þeim var bætt við sketch hjólsins og svo extrudað. Höfðu men þó áhyggjur af því að ef pressfittið væri ekki nógu gott og væri hætta á að þeir myndu renna til. Því voru raufarnar á hjólinu minnkaðar þannig að þær færu inn í spaðana. Þegar þessar breytingar voru gerðar gekk brösuglega að fá extrudið til þess að virka en eftir smá tilraunarstarfsemi gekk það upp. Til að byrja með stóð til að skera út fæturna líka með.
Þegar kom að því að stilla upp myllunni í Manufacturing kom í ljós að hún passaði ekki inn á plöturnar tvær. Því var hún teiknuð upp á nýtt og ákveðið að nota þykku bitana úr kassanum sem fætur. Lokateikningin var svo þessi.
Nú þurfti að taka kassann í sundur. Það gekk ágætlega en eftir á að hyggja hefði verið betra að vanda meira til verka þar sem talsvert sást á efninu eftir á, sérstaklega á bitunum sem nýta átti undir fæturna. Á lokum kassanna var frauðplast með lími sem vandasamt var að taka af og þurfti talsverða þolinmæði.
Næsta skref var að fræsa út mylluna. Til þess að undirbúa það horfðum við á myndband frá kennara sem lýsti þessum skrefum nokkuð nákvæmlega. Við fræsinguna var notast við 6mm flatan bita. Stillingar eins og feeds og speed má sjá á eftirfarandi mynd
Var þá hægt að fara að fræsa. Fyrsta platan var fest við borðið með nokkrum krúfum, kennari stillti fræsinn og eftir örnámskeið í öryggi við fræsingu skiptumst við á að standa vaktina en alltaf þarf einhver að vera viðstaddur til þess að stoppa vélina fari eitthvað úrskeiðis. Fræsingin gekk nánast vandræðalaust fyrir sig og tók samtals um þrjá tíma. Það eina sem gerðist var að þegar verið var að fræsa út hjólin tvö gleymdist að láta fræsa út götin. Þar sem það uppgötvaðist nógu snemma og ekki var búið að færa plötuna var hægt að redda því með því að láta hann fræsa aftur en núna einungis götin. Platan fyrir spaðana var svo fest á og þeir fræstir daginn eftir.
Gaman var að fylgja öllu ferlinu eftir og sjá verkefnið koma úr tölvunni og í hendurnar á manni. Myllan kom vel út og þá sérstaklega pressfittið en ekki þurfti að líma neitt sem var ánægulegt enda gefur það meiri möguleika á því að nýta efnið aftur. Allir hlutir myllunnar voru pússaðir að einhverju leiti til þess að bæta aðeins útlitið.
Til þess að myllan gæti virkað þurfti redda öxli. Eftir nokkra leit í járnarusli heimilanna fannst öxull sem var nógu lítill. Hann var þó ekki sérlega langur en dugaði þó. Ýmsar hugmyndir voru um það hvernig best væri að festa öxulinn við. Að lokum var niðurstaðan sú að best væri að festa öxulinn við efri hluta fæturnar með gatabandi sem var skrúfað í. Það hélt honum vel. Þó áttu spaðarnir til að rekast í súlurnar og þurfti því að leysa það. Upp kom sú hugmynd að nota frauðplastið sem var á lokum kassana og nota sem nokkurs konar fóðringu. Vildi svo vel til að breiddin á plastinu var rétt og var það því notað. Tryggði það hæfilega fjarlægð spaðanna frá fótunum. Síðasta vandamálið sem upp kom var að fæturnir tveir voru ekki nógu stöðugir til þess að hægt væri að snúa hjólinu mikið. Restin af bitunum úr kassanum var því notuð til þess að gera almennilega grind. Við allar þessar viðbætur varð til núningur milli hjólsins og grindarinnar en smá sápa og olía minnkaði það örlítið.
Eftir á að hyggja hefði verið skemmtilegt að skera eitthvað út á hjólin sjálf og hefði ekki krafist mikillar aukavinnu. Einnig hefði verið gaman að bæta við legum og rafal til þess að klára þetta alveg og gera að einhverju sem hægt væri að gera eitthvað skemmtilegt úr. Við könnuðum verðið á rafal en þau tilboð sem við fengum hljóðuðu upp á tugi þúsunda og lögðum við ekki í það. Þetta var skemmtilegt verkefni að vinna og gaf okkur góða heildarmynd af framleiðslu af þessum toga og er alltaf gaman að fara úr því að sjá hlutinn á tölvuskjánum og fá hann svo í kjölfarið í hendurnar, sérstaklega á þessari stærðargráðu.
Verkefnið var unnið af þremur nemendum í Tölvustuddri Framleiðslu: