Lokaverkefni í Tölvustuddri Framleiðslu
Lokaverkefnið snérist um það að búa til eitthvað heildstætt verkefni með því að innvinkla eina af tveimur aðferðum og var það annars vegar að fræsa úr timbri með Shopbot eða fræsa mót úr vaxi með Roland fræsinum. Fyrsta hugmyndin sem kom upp var að gera vatnsmyllu enda hefur það verið draumur eins nemanda lengi að setja einhvers konar myllu ofan í skurðinn heima hjá sér. Aðrar hugmyndir voru einnig viðraðar og var jafnvel pæling að blanda þessu við tölvustýrðan vélbúnað. Ákveðið var að blanda þessu þó ekki saman við þann áfanga þar sem hugmyndavinnan þar var ekki nógu langt komin ásamt því að hóparnir voru ekki þeir sömu. Vatnsmylla í gömlum stíl varð því fyrir valinu.
Hönnun og framleiðsla á vatnsmyllu í gömlum stíl með því að nota efni úr notuðum flutninga kössum
Fræsing úr timbri með Shopbot fræsi, þar á meðal hjól, spaðar og fætur
Pússun og pressfitt samsetning sem þarfnast enga aðra festinga, svo sérhönnuðum öxli og stöðugri grind sem tryggir góða virkni